Project Description

Silver Wilkinson

Uppáhaldsflugan Silver Wilkinson.

Hér er fluga sem er í fyrsta sæti hjá mér, ég vel hana alltaf fyrst þegar ég tek mín fyrstu rennsli í veiðitúr. Fornfræg fluga sem er hönnuð í kringum 1843 og það er ekki alveg á hreinu hver hönnuðurinn er, en hún er nefnd eftir manni að nafni P.S. Wilkinson. Frábær samsetning á litum og flugan er einstaklega falleg. Ég hnýti hana ávallt á wilson króka númer 14-16-18 eða nota hana sem hitch.
Silver Wilkinson er sérstaklega góð í vorfiski og oftar en ekki kemur hann í loftköstum á eftir henni. Frábær fluga sem á að vera til í öllum veiðiboxum.