Almennt um Persónuverndarstefnu Reiðu andarinnar

Reiða Öndin tryggir öryggi upplýsinga allra viðskiptavina sinna og virðir friðhelgi einkalífs og að öll meðhöndlun upplýsinga sé virt.

Reiða Öndin fer með persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu upplýsinga. Þetta á við um þær upplýsingar sem gefnar eru í gegnum heimasíðuna, samfélagsmiðla..

 

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru skilgreindar sem allar upplýsingar sem geta borið kennsl á viðskiptavin eða notaðar í þeim tilgangi. Dæmi um slíkt er kennitalan viðskiptavinar, tölvupóstu og kaupsaga.

Allar persónuupplýsingar sem aflaðar eru í gegnum heimasíðu, samfélagsmiðla og handvirkri upplýstri skráningu er notaðar í markaðsstarfi Reiðu Andarinnar www.angryduck.is og er ekki misnotaðar á neinn hátt. Viðskiptavinir geta neitað þjónustu með að afskrá sig hvenær sem er af listum Reiðu Andarinnar. Upplýsingarnar eru m.a. notaðar til að láta viðskiptavini vita þegar nýjar vörur eru kynntar og sérstakir viðburðir eiga sér stað auk frétta sem tengjast fyrirtækinu. Þetta er gert til að bæta upplifun þína á þjónustu og vörum Reiðu Andarinnar. Upplýsingarnar eru geymdar án endadagsetningar.

 

Tölfræðilegar samantektir

Reiða Öndin áskilur sér rétt til að vinna tölfræði og greiningar úr ópersónugreinanlegum upplýsingum. Þessar skýrslur eru ekki notaðar í persónugreiningu innan eða utan fyrirtækisins.

 

Vefhegðun

Þegar heimasíða Reiðu Andarinnar er heimsóktt í gegnum í tölvu eða snjallsíma, er upplýsingujm safnað um notkun á vefra með kökum (cookies). Við gerum þetta til að bæta upplifun notenda. Hægt er að óska eftir að afskrá af listum Reiðu Andarinnar og fá ekki tilkynningar s.s fréttir af útsölum. Það er gert með að senda tölvupóst á thorbjorn@reidaondin.is eða afskrá af lista þegar þú færð næst email frá Reiðu Öndinni.

 

Framsal upplýsinga til 3ja aðila

Reiða Öndin mun ekki undir neinum kringumstæðum selja, afhenda eða leigja persónuupplýsingar notenda og viðskiptavina okkar. Eina undantekningin er ef okkur ber skylda samkvæmt lögum að afhenda upplýsignar, eða ef viðskiptavinur okkar biður um upplýsingar um sig séu afhendar.

 

Takmörkun ábyrgðar

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Reiða Öndin enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Reiðu Andarinnar.

Reiða Öndin ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure).

 

Lög og reglugerðir

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

 

Réttur til breytinga

Reiða Öndin áskilur sér rétt til breytinga á persónuverndarstefnu hvenær sem er.

Þessi persónuverndarstefna tekur til notkunar á vefsíðunni / Your consent applies to the following domains: www.angryduck.is