VERSLUN

  • Gull/Silfur Tungsten Kónar

    Gull, Silfur eða Bronz tungten kónar með krókum númer 18 sem fylgja. 900kr Stykkið
  • Faðmur er málband sem veiðimaðurinn vefur um úlnliðin á sér og ber líkt og armband. Faðmurinn er til að mæla lengd fiska

  • Handgert Frances fluguveski frá Reiðu Öndini að sjálfsögðu rautt og með flugunni sjálfri á.
  • Vinaband eða Armband frá Reiðu Öndinni. Vinabandið er tvöfalt, gert úr fléttaðri leðursnúru og er með segullás. Tilvalin vinargjöf eða bara fyrir veiðifélagann.
  • GJAFAASKJA

    kr.39,000
    Faðmur, Sarpur og Snúra saman í merktum viðarkassa frá Reiðu Öndinni, smekkleg gjöf fyrir vandláta veiðimenn. Íslenskt handverk úr leðri sem gerir veiðarnar þægilegri, allt við hendina eða jafnvel á hendi. Þetta er eitthvað sem allir veiðimenn og veiðikonur verða að eignast. Margir litir í boði í efnisvali. Einnig er möguleiki á minni og stærri einingum og tala nú ekki um sérsmíði á flugum.
  • Ólafíu Rektor

    Rektor er sennilega ein besta straumfluga sem við notum þegar við reynum að fanga Urriðann. Hnýtt með Gryzzly Olive fjörðum í tagli ásamt gull gliti, búkur þakinn með olive kaktus chanill og gryzzly hringvöf. Haus heitur orange.
  • Rap 2stk

    kr.1,200

    Rap.

    Seljast saman litli og stóri. Skáskorin Rap hnýtt á plasttúbu með  kolagráum búk, silfur vöf, perluhænu skegg, svörtum væng, rauðu gliti, jungle cock hot orange haus. Frábær skilvirk yfirborðsfluga . Á að vera í öllum Sörpum.
  • Posh Tosh.

    Seljast saman litli og stóri. Skáskorin Posh Tosh hnýtt á plasttúbu með  hallow búk skær grænu skeggi, svörtum væng, skær grænu gliti og jungle cock. Frábær skilvirk yfirborðsfluga . Á að vera í öllum Sörpum.
  • Hrappur.

    Seljast saman litli og stóri. Skáskorin Hrappur hnýttur á plasttúbu með perlubúk skærgrænum undirlit og skeggi, svörtum væng og skærgrænu gliti. góð skilvirk yfirborðsfluga . Á að vera í öllum Sörpum.
  • Kobbi 3stk

    kr.1,950

    Kobbi.

    Seljast þrjár saman stærð 12-14 og kónn. Hér er enn ein flugan úr einkasafni sem varð til eftir samræður manna um flugur sem væru með koparlit. Fyrirmyndin var flugan Phatakorva sem hefur gefið þá marga stóra. Þessi fluga hefur einnig verið hnýtt með hot orange haus. Þetta  eru öflugar smáflugur, skemmtileg viðbót í fluguflóru RÖ.
  • Snúra Brún/Brons með fylgihlutum.

    Snúran er til að hengja á fylgihluti þegar þú ert við veiðar. Gerð úr leðursnúru með mjúkum leðurkraga og með festingum fyrir fylgihluti t.d. eins og klippur, töng eða rör til að losa um fluguna, og padda til að laga tauminn ef þarf. 
    Mjög þægilegt, þar sem þú ert með allt á sama stað og auðvelt að losa fylgihluti af snúrinnu til notkunar. Frábært að nota sérstaklega þegar þú vilt vera að veiða léttbúinn. Hægt er að fá snúruna í mörgum litum.
  • Snúra Brún/ Kopar með fylgihlutum.

    Snúran er til að hengja á fylgihluti þegar þú ert við veiðar. Gerð úr leðursnúru með mjúkum leðurkraga og með festingum fyrir fylgihluti t.d. eins og klippur, töng eða rör til að losa um fluguna, og padda til að laga tauminn ef þarf. 
    Mjög þægilegt, þar sem þú ert með allt á sama stað og auðvelt að losa fylgihluti af snúrinnu til notkunar. Frábært að nota sérstaklega þegar þú vilt vera að veiða léttbúinn. Hægt er að fá snúruna í mörgum litum.