Project Description

Black eyed Prawn

Þessi fluga var fyrst hnýtt árið 1964 og kynnt í tímaritinu The Field. Haukur Sveinbjarnarson stórveiðimaður og leiðsögumaður sýndi mér eintök af þessari flugu sem hann pantaði hjá höfundinum Peter Dean í kringum 1970. Þær voru í öllum litum og hnýttar á tvíkrækju númer 2 með löngum legg. Þessi fluga sem myndin er af hér að ofan, hnýtti ég fyrir túbubókina hans Lalla Kalla og fyrirmyndin eru þær flugur sem Haukur sýndi mér. Það má segja að þetta sé undanfari túbunnar BEP sem allir þekkja og er orðin heimsfræg.