Reiða Öndin gleður veiðimenn með einstökum veiðivörum
Reiða öndin leggur dag og nótt í að bæta fyrir busluganginn á árbakkanum með því að búa til persónulegar veiðvörur fyrir veiðmenn og aðra lífskúnstnera. Þegar þú vilt persónulega muni með einstak notagildi og útlit þá heimsækir þú Reiðu öndina.
Njóttu þess að vera á árbakkanum við veiðar með persónulega muni sem gera upplifunina ennþá eftirminnilegri.
Faðmurinn
– sportlegt armband og mælistika á fiskinn –
Faðmurinn er einstök hönnun á armbandi sem er jafnframt málband fyrir veiðimenn. Faðmurinn er til í mörgum litum og er sam settur úr rússkins reimum, segulás og er með mismunandi skrauti á fimm og tíu sentimetra millibili. Veiðimaðurinn tekur armbandið af sér auðveldlega og mælir fiskinn. Hægt er að fá sérstakt skrauti sem markar lengd einstakra og eftirminnilegra fiska.
Snúran
– hafðu allt það nauðsynlegast úr veiðivestinu um hálsinn –
Snúran er til að hengja á fylgihluti þegar þú ert við veiðar. Snúran er til í nokkrum litum og útfærslum, gerð úr fléttaðri leðursnúru með mjúkum rússkinskraga og með festingum fyrir fylgihluti t.d. eins og klippur, töng eða rör til að losa um fluguna og hring til að herða hnútinn þegar skipt er um flugu.
Mjög þægilegt, þar sem þú ert með allt á sama stað og auðvelt að losa fylgihluti af snúrunni til notkunar. Frábært að nota sérstaklega þegar þú vilt vera að veiða léttbúinn.
Sarpurinn
– hafðu eftirlætisflugurnar við hendina í fallegu flugveski –
Sarpur. Gerir flugurnar enn veiðilegri.
Sarpur er fluguveski, handunninn úr gæða leðri og íslensku sauðkindinni. Auðvelt er að opna og loka Sarpinum og fer hann mjög vel í vasa. Fer vel með flugurnar og rammar þær inn. Frábær tækifærisgjöf eða bara beint í vöðluvasann. Sarpurinn er til í nokkrum litum og útfærslum.
Vinabönd
– treystu vinaböndin með fallegu armbandi –
Vinaband eða Armband frá Reiðu Öndinni. Vinabandið er tvöfalt, gert úr fléttaðri leðursnúru og er með segullás. Vinabandið er til í þremur litum og stærðum. Tilvalin vinargjöf eða bara fyrir veiðifélagann.
Veiðiflugur
– veldu fengsælar veiðiflugur og hafðu þær í Sarpinum –
Flugur eru hluti af stórfjölskyldu Reiðu Andarinnar. Flugurnar eru til á lager eða framleiddar eftir pöntunum, sérhnýttar eftir kröfum hvers og eins í öllum stærðum og gerðum. Nokkrar af flugum Reiðu Andarinnar hafa ítrekað sést í veiðibókum nokkurra, veiðihúsa bæði hér á Íslandi og erlendis.
Sérhannaðir persónulegir munir
hjá Reiðu Öndinni færðu einstaka handgerða muni eftir þínum óskum
Hvort sem þú vilt verðlauna sjálfan þig eða gefa einstaka gjöf sem er handgerð eftir þínum óskum, þá er Reiða öndin með lausnina. Sérsmíði eða sérmerkingar, hafðu bara samband.
Skapaðu þinn stíl
– skapaðu einstakt yfirbragð á veiðigræjunum –
Fylgihluti fyrir vörur Reiðu Andarinnar er hægt að bjóða uppá sérstaklega, þá sem Öndin mælir með, enda henta sumir fylgihlutir betur en aðrir.
ANDARFRÉTTIR
allt það nýjasta og skemmtilega frá Reiðu Öndinni
Gjafakassar frá Reiðu öndinni
Gjafakassar frá Reiðu öndinni Reiða Öndin býður upp á gjafakassa fyrir [...]
Rock & Roll faðmur
Faðmur Rock and Roll ! Hér er ný tegund af Faðm frá [...]
vandaðir munir fyrir veiðimanninn
vandað – handgert – persónulegt – eftirminnilegt – notagildi