Project Description

Fancy 4 fishing

Hér eru fjórar mjög veiðilegar flugur úr Fancy klúbbnum.  Þær eru skemmtilegar og einfaldar og eiga það sameiginlegt að hafa skapað sér þá sérstöðu að vera mjög fengsælar. Mín uppáhaldsfluga í þessum hópi er Arndily Fancy og hefur hún gefið mér marga laxa, bæði stóra og smáa og oftar en ekki fyrsta flugan sem reynd er í veiðitúrum. Ein þeirra Langá Fancy hefur reynst mér sérlega vel á í Borgarfirðinum; merkilegt ég þegar ég hugsa til baka, þá hef ég eingöngu sett hana undir við veiðar þar. Sú þriðja er Roger Fancy hefur gefið mér að minnsta kosti ánægju, með því að hreyfa við fiski þegar hún hefur farið undir.