Project Description

Gunna Special

Fluga úr smiðju Peter Deane.

Flugugrúsk er mjög skemmtilegt áhugamál.   Ég hnýtti mjög áhugaverða flugu úr smiðju Peter Deane, en hann er sá sem ber ábyrgð á Francis flugunni fyrir þá sem það ekki vita. Fluga þessi heitir Gunna Special, hnýtt af PD til heiðurs Guðrúnu Bergmann sem er og var mikil veiðikona. Hvort þetta sé mikil veiðifluga veit ég ekki, en ég ætla mér að komast að því næsta sumar svo mikið er víst, enda er töluvert fjólublátt í henni.