Project Description

Kobbi

Það er svolítið merkilegt hvað koparlitur er lítið notaður í flugur. Þessi fluga var til eftir samræðu við hann Björn sem benti mér á flugu sem hann heldur mikið upp á sem kallast Bahdakorva sem ber þennan koparlit. Kobbi ber sömu liti og Badakorva sem gaf Birninum 106 cm lax í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal haustið 2011. Þvílíkur fiskur ! Sama ár hnýtti ég þessa flugu fyrir Odd Ingason sem hann notaði við veiðar í Rússlandi og var hún bara kölluð Rússaflugan. Það kann vel að vera að Kobbi eigi skyldmenni eða jafnvel eineggja tvíbura einhverstaðar.