Project Description

Old Charlie

Hér er ein mjög einföld og falleg fluga, gömul og gleymd. Hún heitir Old Charlie og höfundur hennar Douglas Pilkinton hnýtti hana árið 1954. Hún var mikið notuð í laxveiðiám í Skotlandi og var gríðalega vinsæl, allavega hnýttu Megan Boyd og Peter Dean hana reglulega fyrir sína kúnna. Það sem er merkilegt við þessa flugu er sagan á bak við hana. Hún var hnýtt til heiðurs Sir Charles Ross og varð til eftir að haldið var upp á metveiði með drykkju og tilheyrandi. Litirnir í fluguna voru valdir eftir víntegundum t.d. búkurinn er púrtvínslitaður, skeggið er Apricot Brandy og svo er einnig að sjálfsögðu Whiskey og fleira. Flugur með fjólubláum lit eru ekki mikið notaðar á Íslandi, kannski vegna þess að menn halda að það sé ekki að virka. Þarna er komin vinkill fyrir flugugrúskara og vini Reiðu Andarinnar til að afsanna það. Gaman væri ef það væri einhver þarna úti sem hefur veitt á hana hér á landi eða annarsstaðar opni sig.