Project Description

Torfhvammshylur svaka taka

Hér er einn eftirminnilegur glæsilegur hængur sem tók SRS hjá Októ með þvílíkum látum að veiðimaðurinn og hans aðstoðarmaður voru lengi að ná púlsinum niður. Hann tók í strengnum fyrir ofan stóra klettinn, með svo miklum látum að línan nánast sprakk og fiskurinn ætlaði ekki að missa af flugunni, sjá má ummerkin eftir SRS í kjafti laxsins. Mjög eftirminnileg viðureign svo mikið er víst.