Project Description

Vladimír

Vladimir splunkunýr.

Hér er ein splunkuný úr Skaftahlíðinni frá Meistara Jensen sem er sköpunargírnum þessa dagana. Vladimir heitir hún og það verður gaman að prufa að hitcha hana þessa.  Þetta er ekki beint hefðbundin fluga, en hún er engu að síður mjög athyglisverð og handbragðið er ósvikið. Það hefur einnig verið reynt með góðum árangri að nota sökkenda þegar flóterar eins og Vladimir eru notaðir við veiðar, athyglisvert. Ég sá hjá Jensen alveg frábærar flugur sem hann hefur verið að hnýta síðustu daga og verða þær birtar á næstunni hjá kolbrjáluðu Öndinni.